English
Rekið af

Skrifstofuaðstaða fyrir frumkvöðla með framtíð

Fyrir hverja er Musterið?

Musterið er hugsað fyrir frumkvöðlafyrirtæki sem hafa þegar tekið sín fyrstu skref en vilja njóta samneytis við aðra frumkvöðla á svipuðum stað.

Í Musterinu fær hvert fyrirtæki lokaða skrifstofu til að njóta næðis en allir hafa aðgang að sameiginlegu svæði þar sem m.a. er lítil kaffistofa, sjónvarp, poolborð og önnur afþreying.

Sagan

Reon stóð í þeim sporum í lok árs 2014 að þurfa að yfirgefa fyrrverandi starfsstöð sína í Lækjargötu.

Fyrir tilviljun lentu forsvarsmenn Reon á fundi með KPMG sem reyndist vera með laust pláss í húsnæði sínu við Borgartún. KPMG hefur í gegnum árin verið öflugt í að styðja við bakið á frumkvöðlum á Íslandi og spratt hugmynd á fundi fyrtækjanna tveggja að nýta þetta auða húsnæði og opna þar nýsköpunarsetur fyrir lengra komna frumkvöðla.

Úr varð að rýmið í Borgartúni 27 var endurinnréttað og skipt niður í nokkrar skrifstofur og fór eftirspurn eftir húsnæðinu fram úr öllum væntingum aðstandennanna og fylltust öll rýmin á innan við tveimur vikum.

Í október 2018 var Musterið síðan stækkað, restin af 3. hæðinni var endurinnréttuð og fleiri nýsköpunarfyrirtæki bættust í hópinn. Ekki leið á löngu þar til að öll rýmin voru fullnýtt.

Musterið var svo formlega enduropnað við skemmtilega hátíð í maí 2019.

Aðstaðan


Hágæða aðstaða

Snyrtileg og þægileg vinnuaðstaða.

Lokaðar skrifstofur

Hvert fyrirtæki fær eigin lokaða skrifstofu sem hægt er að læsa.

Mötuneyti

Aðgangur að glæsilegu mötuneyti á 8. hæð byggingarinnar.

Ljósleiðari

Háhraða fyrirtækjanet fyrir hámarks afköst.

Þrif

Þrif á gólfum og borðum, rusl er tekið og gengið frá glösum og diskum.

Móttökuþjónusta

Mótakan í Borgartúni 27. tekur á móti gestum og sér um póstinn.

Sturtuaðstaða

Í kjallara hússins er að finna góða sturtuaðstöðu fyrir þá sem þurfa.

Fundarými

Í boði eru bæði stór og lítil fundarherbergi með öllum græjum.

Húsbar

Á barnum má nálgast gosdrykki, sódavatn og öl.

Kaffiaðstaða

Góð kaffiaðstaða er í rýminu með lúxus kaffivél, ískáp og örbylgjuofni.

Sjónvarpsrými

Stundum þurfa frumkvöðlar að slaka á.

Frjótt starfsumhverfi

Að umgangast önnur fyrirtæki í startholunum getur aldrei verið vondur hlutur.

Sjá á korti Senda póst Hringja